Á haustmisseri 2013 var einn fræðslufundur, fimm vinnustofur og samræða í skólum um námshæfniviðmið og prófagerð.
Fræðslan miðaði að samræðu kennara um námsmat í grunnskólastarfi í samræmi við nýja aðalnámskrá grunnskóla (2011) og var ætlað að styðja við grunnskólakennara í að innleiða nýja aðalnámskrá í daglegt skólastarf.
Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir á vefnum öllum kennurum og sömuleiðis samantektir eftir vinnustofurnar í nóvember sem nýtist kennurum til frekari samræðu í skólum. Þannig var þess vænst að fræðslan geti nýst kennurum og skólum eftirá til upprifjunar og til kynningar innan skóla fyrir þá sem ekki komust á fræðsluna sjálfa.
Námshæfniviðmið og lokamat:
- 14. október: Fræðsla í Skriðu (HÍ) kl. 14.15-16.
- 11. nóvember: Fimm vinnustofur í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins kl. 14.30-16.
- 18.-29. nóvember: Samræður í skólum.