Fræðslufundur 28. janúar 2013
Háskóli Íslands – Skriða
Námsmat í þágu náms
Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar bauð gesti velkomna, sagði frá tilurð fræðslufundaraðarinnar, fagnaði samstarfinu og kynnti John Morris skólastjóra í Ardleigh Green.
Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasvið Háskóla Íslands fagnaði samstarfi sveitarfélaga og sviðsins og bauð gesti velkomna í Stakkahlíðina. Hann ræddi mikilvægi símenntunar og starfsþróunar í starfi alls fagfólks og lagði áherslu á gildi leiðsagnarmats.
John Morris, skólastjóri í Englandi kynnti hvernig námsmat í þágu náms (assessment for learning), leiðsagnarmat (formative assessment), er framkvæmt í þeim skóla sem hann stýrir.
Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir og Sigríður Erna Þorgeirsdóttir kennarar í Lauganesskóla kynntu fyrstu skref sín við að innleiða aðferðir til leiðbeinandi námsmats en John Morris hefur verið leiðbeinandi og ráðgjafi þeirra.