Námskeið í boði vorið 2020
Eftirfarandi námskeið verða í boði vorið 2020 fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu. Frítt er á námskeiðin en það þarf að skrá sig á námskeiðin. Hvert námskeið er með eigin skráningu og er slóðin á skráninguna við viðkomandi námskeið hér hér neðar.
SSH námskeið vorið 2020 eru (og nánari lýsing á hverjum námskeiði þar fyrir neðan og slóð á skráningu á einstök námskeið).
MARS námskeið
- Agi og bekkjarstjórnun: Hofsstaðaskóli miðvikudagur 4. mars kl. 14-16
- Margbreytileikinn í okkur: Garðaskóli laugardagur 7. mars kl. 9-13
- Menntun fyrir lýðræðislega menningu: Háteigsskóli mánudagar 9., 16. og 23. mars kl. 14-16
- Sippukennsla í íþróttum og í frímínútum: Melaskóli þriðjudagur 10. mars kl. 14.30-16.30
- Skólaumhverfi ADHD nemenda: Smáraskóli miðvikudagar 11. og 25. mars kl. 14.30-16.30
- Hinsegin fyrir alla kennara: Hlíðaskóli föstudagar 13. og 20. mars kl. 14-16
- Óravíddir: rúmfræði fyrir alla aldurshópa kennd með leikjum, list og samtölum: Kópavogsskóli laugardagur 14. mars kl. 9-13
- Einfaldar hugleiðsluleiðir og jóga í kennslu: Hofsstaðaskóli laugardagur 21. mars kl. 10-12.
- Náttúrufræðikennsla á unglingastigi í fjölmenningarlegum bekk: Hagaskóli mánudagur 23. mars kl. 14-16.
- Kennsluaðferðir fyrir alla: Lágafellsskóli þriðjudagur 24. mars kl. 14-16.
- Agi og bekkjarstjórnun
Staðsetning og tími: Hofsstaðaskóli, miðvikudagur 4. mars kl. 14-16.
Kennari: Guðrún Helga Sigurðardóttir, Hofsstaðaskóla (gudrunsig@hofsstadaskoli.is)
Fyrir hverja: Grunnskólakennara.
Fjöldi: 30.
Námskeiðslýsing: Nokkrar leiðir sem notaðar hafa verið með góðum árangri í mörg ár. Bæði unnið með ytri og innri hvata nemenda.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/5nzChhvUJu55kSR7A
- Margbreytileikinn í okkur
Staðsetning og tími: Garðaskóli, laugardagur 7. mars kl. 9-13.
Kennarar: Halla Birgisdóttir (hallahallahalla@gmail.com ) og Harpa Birgisdóttir (harpabjorns@gmail.com)
Fyrir hverja: Grunnskólakennara.
Fjöldi: 15.
Námskeiðslýsing: Við erum ekki bara eitthvað eitt, mannfólk er sett saman úr mörgum einingum. Á námskeiðinu skapa nemendur sjálfsmynd sína sem hús í þvívíðu formi. Þetta er verklegt námskeið þar sem unnið verður með tengsl við sjálfan sig og samfélagið. Gerðar verða tilraunir með ýmis efni og aðferðir þar sem áhersla verður á leikgleði, lausnamiðaða nálgun og gagnrýna hugsun. Nemendur eru hvattir til þess að koma með efnivið að heiman og til þess að hugsa á umhverfisvænan hátt.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/r8ey2iBAJm7kY4iv9
- Menntun fyrir lýðræðislega menningu
Staðsetning og tími: Háteigsskóli, mánudagar 9., 16. og 23. mars kl. 14-16.
Kennari: Ólafur Páll Jónsson (opj@hi.is), prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði
Fyrir hverja: Grunnskólakennarar og tómstunda- og frístundaleiðbeinendur.
Þátttaka: 40.
Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu verður megináhersla lögð á að kynna hugmyndir Evrópuráðsins um hæfni fyrir lýðræðislega menningu og hvernig megi vinna með hana í kennslu í almennum skólum vinna úr þeim á gagnrýninn máta þannig að þær geti orðið eflandi fyrir kennara. Hin lýðræðislega áhersla miðar að því að allir nemendur fái raunhæf tækifæri til að menntast á merkingarbæran hátt í almennum skólum.
Skipt í tvær lotur. Fyrri lotan byrjar á kynningu á hugmyndum Evrópuráðsins um hæfni fyrir lýðræðislega menningu (sjá viðmiðunarramma Evrópuráðsins). Farið verður í undirliggjandi hugmyndir um lýðræði og hæfni og rætt um hvers vegna Evrópuráðið nálgast viðfangsefnið um lýðræðislega menntun með þessum hætti. Seinni lotan er skipulögð í kringum tilteknar kennsluaðferðir annars vegar og matsaðferðir hins vegar. Byggt er á útgefnu efni Evrópuráðsins (Reference framework of comptenteces for democratic culture, Volume 3). Námskeiðsgögn: Rit Evrópuráðsins um hæfni fyrir lýðræðislega menningu. Ritin eru aðgengileg á vefnum: https://www.coe.int/en/web/campaign-free-to-speak-safe-to-learn/reference-framework-of-competences-for-democratic-culture.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/z1Fw2qGCbFuUCLLS6
- Sippukennsla í íþróttum og í frímínútum
Staðsetning og tími: Melaskóli íþróttahús, þriðjudagur 10. mars kl. 14.30-16.30.
Kennari: Zita Rézné Zádori, íþróttakennari (Zita.Gyorgyi.Rezne.Zadori@rvkskolar.is) og gestur.
Fyrir hverja: Grunnskólakennara og sérstaklega íþróttakennara.
Fjöldi: 15.
Námskeiðslýsing: Á þessu námskeiði stefnum við á því að gefa hugmyndir um skapandi og árangursríka notkun sippubands! Kennt hvernig á að brenna kaloríum í íþróttum, hvernig á að kenna nýja leikni, hvernig getum við bætt samhæfingu, einbeitingu, ástandi og sköpunargáfu nemenda. Umsjónarkennarar geta einnig notað sippuband í kennsluáætluninni sinni til að hjálpa nemendum með námserfiðleika að þróa sköpunargáfu sína og samhæfingu. Undanfarin ár hafa verið gerðar miklar rannsóknir um hvernig hefur sippuband verið notað til hreyfingarmeðferðar krakka með sérþörfum. Niðurstöðurnar sýna að þriggja mánaða reglulegar æfingar með sippubandi bætti gríðarlega samhæfingar- og einbeitnihæfileika þeirra. Við ætlum að læra grunninn í sippi, paravinnu með eitt band og snú-snú (double dutch). Og auðvitað ætlum við að skemmta okkur! Þátttakandi í námskeiðinu verður Adrienn Bánhegyi sem hefur æft og kennt sipp í meira en 25 ár og einnig er hún 3x heimsmeistari, 5x Evrópumeistari, handhafi heimsmets í heiminum og Evrópu og Cirque du Soleil listakona. Sjá nánar YouTube myndband frá henni: https://www.youtube.com/watch?v=ofOJoK-eEWo.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/XSHQ2PywZvmmRC7n6
- Skólaumhverfi ADHD nemenda
Staðsetning og tími: Smáraskóli, miðvikudagar 11. og 25. mars kl. 14.30-16.30
Kennari: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, kennsluráðgjafi, Kópavogsbæ (thorhildurhelga@kopavogur.is)
Fyrir hverja: Grunnskólakennara
Fjöldi: 30.
Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu verður farið yfir hagnýtar leiðir fyrir kennara til að aðlaga kennsluumhverfi, námsefni og kennsluaðferðir þannig að ADHD nemendur okkar fái notið sín sem best og eigi möguleika á betri árangri og líðan í skóla. Á námskeiðinu verða aðferðir og leiðir kynntar, skapað tækifæri til umræðna og lausnamiðlunar milli þátttakenda. Tækifæri gefst til að vinna með aðferðir því námskeiðið er tvískipt, 2 tímar í senn með 2ja vikna millibili.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/zv6jXWg4uMqY5v5X9
- Hinsegin fyrir alla kennara
Staðsetning og tími: Hlíðaskóli, föstudagar 13. og 20. mars kl. 14-16.
Kennarar:Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ´78 (1. hluti), Ásta Kristín Benediktsdóttir íslenskufræðingur, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur og Íris Ellenberger, lektor í samfélagsgreinum á Menntavísindasviði HÍ (2. og 3. hluti).
Fyrir hverja: Grunnskólakennara og samfélagsgreinakennara sérstaklega.
Fjöldi: 40.
Námskeiðslýsing: Í námskeiðinu er farið yfir hvernig megi fræða nemendur á unglingastigi grunnskóla um hinsegin málefni, með sérstakri áherslu á kennslu samfélagsgreina. Fjallað um helstu hugtök er tengjast hinsegin samfélaginu, sér í lagi fjölbreytileika kyns og kynverundar. Þá verður tveir nýir fræðsluvefir, Hinsegin frá Ö til A og söguvefurinn Huldukonur kynntir til sögunnar og rætt hvernig nota má þessa vefi til að fjalla um hinseginleika í samfélagsgreinakennslu. Námskeiðið er haldið í samvinnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Samtakanna ’78 og fræðimanna við ReykjavíkurAkademíuna.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/MX4gnUUWoD9AQCvUA
- Óravíddir: rúmfræði fyrir alla aldurshópa kennd með leikjum, list og samtölum
Staðsetning og tími: Kópavogsskóli, laugardagur 14. mars kl. 9-13.
Kennari: Jóhanna Ásgeirsdóttir (joaasgeirs@gmail.com)
Fyrir hverja: Grunnskólakennara og stærðfræðikennara sérstaklega.
Fjöldi: 30.
Námskeiðslýsing: Óravíddir er námsefni sem miðlar stærðfræði með aðferðum lista, í útikennslu, leikjum og tilraunum. Námskeiðið skapar rými til að kanna möguleika námsefnisins, sem tæki til að nálgast stærðfræðina sem list.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/u9duKPDLMd2ymfiHA
- Einfaldar hugleiðsluleiðir og jóga í kennslu
Staðsetning og tími: Hofsstaðaskóli, laugardagur 21. mars kl. 10-12.
Kennari: Guðrún Helga Sigurðardóttir, Hofsstaðaskóla (gudrunsig@hofsstadaskoli.is)
Fyrir hverja: Grunnskólakennara.
Fjöldi: 30.
Námskeiðslýsing: Kenndar og æfðar einfaldar leiðir til að innleiða hugleiðslu í kennslu og einnig góðar og einfaldar jóga- og öndunaræfingar fyrir börn. Góðar aðferðir til að vinna meðal annars með kvíða, sjálfstyrkingu og læra að þekkja sjálfan sig betur.
Allar æfingarnar verða gerðar á námskeiðinu sjálfu, auk þess munu gögn fylgja.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/GvBnbjZi1EKAUTqS6
- Náttúrufræðikennsla á unglingastigi í fjölmenningarlegum bekk
Staðsetning og tími: Hagaskóli, mánudagur 23. mars kl. 14-16.
Kennari: Joanna Ewa Dominiczak, Hagaskóla (joed01@rvkskolar.is)
Fyrir hverja: Grunnskólakennara.
Fjöldi: 30.
Námskeiðslýsing: Hagnýttar leiðir í náttúrufræðikennslu sem byggjast á altækri hönnun náms (e. universal design for learning) til að auka virkni og skilning nemenda í náttúrufræðigreinum.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/4bHmTvY2Rek1V5uV6
- Kennsluaðferðir fyrir alla
Staðsetning og tími: Lágafellskóli, þriðjudagur 24. mars kl. 14-16.
Kennari: Stefanía Ósk Þorsteinsdóttir, grunnskólakennari Lágafellskóla (osk@lagafellsskoli.is)
Fyrir hverja: Grunnskólakennara.
Fjöldi: 20.
Námskeiðslýsing: Fjölbreyttar kennsluaðferðir, fáðu hugmyndir að fjölbreyttum aðferðum sem virka vel á alla nemendur, líka þá með námsörðugleikana og hegðunarvandann. Hvernig getum við kennt án bóka? Hvernig náum við til allra nemenda? Kennarar gætu mögulega fengið nokkrar hugmyndir til að notast við í sinni kennslu og deilt hugmyndum sínum.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/GhrcCgY97xRp73Q98
FEBRÚAR námskeið
- Vendikennsla – Hvernig og af hverju: Mánudagur 3. febrúar kl. 14-16.
- Leiklist í kennslu – fjölbreyttar kennsluaðferðir: Þriðjudagur 4. febrúar kl. 15-17.
- Kami og Google lausnir í einstaklingsmiðuðu námi: Fimmtudagar 6. og 13. febrúar og 12. og 19. mars kl. 14-16.
- Skapandi stærðfræði: Laugardagar 8. og 15. febrúar kl. 9-13.
- Að stýra samræðu í skólastofunni: Mánudagur 10. febrúar kl. 14-16.
- Microsoft Small Basic forritun: Þriðjudagur 11. febrúar kl. 14.30-16.30.
- Teymiskennsla- skipulagning innan teymis: Miðvikudagar 12. og 26. febrúar kl. 14.30-16.30.
- Heimspekileg samræða í almennri bekkjarkennslu: Mánudagur 24. og þriðjudagur 25. febrúar kl. 14-17.
Nánari lýsing á einstaka námskeiðum og vefslóð á skráningu:
- Vendikennsla – Hvernig og af hverju
Staðsetning og tími: Álftanesskóli, mánudagur 3. febrúar kl. 14-16.
Kennari: Gauti Eiríksson, grunnskólakennari Álftanesskóla (gauti@alftanesskoli.is)
Fyrir hverja: Grunnskólakennara.
Fjöldi: 20.
Námskeiðslýsing: Vendikennsla er þegar nemendur horfa á innlögn/námsefni heima á myndbandaformi en nota svo tímann í tímum í verkefnavinnu í staðinn fyrir að gera þetta öfugt. Vendikennsla er kennsluaðferð sem hægt er að nota á öllum skólastigum en á ólíkan hátt. Á þessu námskeiði förum við yfir hvernig við notum myndbönd í kennslu og hvernig við búum til kennslumyndbönd. Þátttakendur fá að prófa sig áfram í að búa til myndbönd og skoða mismunandi kennslumyndbönd.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/tCBZx9CCWA75rwXWA
- Leiklist í kennslu – fjölbreyttar kennsluaðferðir
Staðsetning og tími: Hraunvallaskóli, þriðjudagur 4. febrúar kl. 15-17.
Kennari: Aníta Ómarsdóttir, grunnskólakennari Hraunvallaskóla (anita@hraunvallaskoli.is)
Fyrir hverja: Umsjónar- og/eða faggreinakennarar.
Fjöldi: 40.
Námskeiðslýsing: Farið verður í helstu aðferðir leiklistar sem kennsluaðferðar (en ekki sem fagurfræðilegrar nálgunar). Unnið með að setja sig í spor annarra og að skapa aðstæður þar sem nemendur fá tækifæri til að skapa, túlka og tjá eigin hugmyndir og annarra á eigin forsendum. Unnið með kyrrmyndir, paravinnu, skrifað í hlutverk o.s.frv.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/FFFyXBSEQUc1K1k89
- Kami og Google lausnir í einstaklingsmiðuðu námi
Staðsetning og tími: Sæmundarskóli fimmtudagar 6. og 13. febrúar og 12. og 19. mars kl. 14-16.
Kennarar: Valgerður Ósk Steinbergsdóttir (vaos50@rvkskolar.is) og Sirrý Hrönn Haraldsdóttir (sihh50@rvkskolar.is), grunnskólakennarar Sæmundarskóla
Fyrir hverja: Grunnskólakennarar.
Fjöldi: 35.
Námskeiðslýsing: Kami ásamt Google umhverfinu og þeim lausnum sem Google býður uppá gefa nemendum kost á að nálgast námið á ólíkan hátt. Farið yrði í það hvernig námsefni væri best undirbúið fyrir nemendur þ.e. lausnir fyrir kennara og hvernig nemendur geta nýtt sér, raddskipanir, read aloud, voice to text ásamt fleirum viðbótum.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/Gt5u9WaqXuDF5iTi8
- Skapandi stærðfræði
Staðsetning og tími: HÍ Stakkahlíð stofa K103, laugardagar 8. og 15. febrúar kl. 9-13.
Kennari: Ósk Dagsdóttir, Dalskóla (Osk.dagsdottir@rvkskolar.is)
Fyrir hverja: Bekkjarkennara og stærðfræðikennara á yngsta-, mið- og unglingastigi.
Fjöldi: 30.
Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu er fjallað og unnið með hugtakið sköpun, skapandi nám og skapandi stærðfræðinám. Fjallað er um hvernig má styðja nemendur til þess að vera skapandi í stærðfræði til dæmis með kveikjum, umræðum, lausnarleitarnámi, menningarlegri og rúmfræðilegri skoðun á skrauti, að vinna eins og „alvöru“ stærðfræðingar og fleira. Komið er með praktísk dæmi um hvernig vinna má á þennan hátt og tengt við námsefni grunnskólanna. Eins er fjallað um árangursríkar leiðir til þess að meta skapandi stærðfræðinám og ferlið sem það felur í sér. Námskeiðið er byggt upp sem fyrirlestrar, verkefnavinna og umræður.
Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir kennurum skapandi stærðfræði og styðja þá til þess að nýta sér leiðir til þess að efla sína nemendur til þess að vera skapandi, opnir og áræðnir í stærðfræðinámi. Eins er lögð áhersla á aðra grunnþætti menntunnar, umræður og hugtakaskilning.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/2eVtwpj6EDp8xKqe6
- Að stýra samræðu í skólastofunni
Staðsetning og tími: Öldutúnsskóli mánudagur 10. febrúar kl. 14-16.
Kennari: Skúli Pálsson, grunnskólakennari Öldutúnsskóla (skuli.palsson@oldutunsskoli.is)
Fyrir hverja: Grunnskólakennara.
Fjöldi: 20.
Námskeiðslýsing: Kynntar verða aðferðir í anda barnaheimspeki (P4C, Philosophy for Children) til að stýra samræðu í skólastofunni. Heimspeki lítur á börnin sem frjálsa gerendur í samtalinu og eflir með því sjálfstraust, gagnkvæma virðingu og gagnrýna hugsun. Í munnlegri tjáningu njóta sín nemendur sem eiga erfitt með lestur og ritun. Í þessu stutta námskeiði verður leitast við að miðla hagnýtum ráðum sem kennarar geta nýtt á bekkjarfundum og í lífsleikni. Leiðbeinandinn, Skúli Pálsson, hefur kennt heimspeki á öllum skólastigum og stýrt heimspekilegum samræðum í mismunandi hópum.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/Cq7BTsc4DMnRA5uL9
- Microsoft Small Basic forritun
Staðsetning og tími: Víðistaðaskóli, þriðjudagur 11. febrúar kl. 14.30-16.30.
Kennari: Stefán Helgi Stefánsson, grunnskólakennari Víðistaðaskóla (stefanhs.vssk@hfjskoli.is)
Fyrir hverja: Grunnskólakennara.
Fjöldi: 25.
Námskeiðslýsing: Skemmtilegt forritunarumhverfi fyrir ungt fólk og byrjendur. Hannað af Microsoft til þess að brúa bilið inn í heim hlutbundinnar forritunar. Hentar vel í smiðjur eða sem valáfangi.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/Fa2kdr91Lp5gLgvDA
- Teymiskennsla- skipulagning innan teymis
Staðsetning og tími: Smáraskóli, miðvikudagar 12. og 26. febrúar kl. 14.30-16.30.
Kennari: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, kennsluráðgjafi, Kópavogsbæ (thorhildurhelga@kopavogur.is)
Fyrir hverja: Grunnskólakennara.
Fjöldi: 30.
Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu verður farið í hvernig samherjar í teymi geta komið á verkferlum og verklagi sem auðveldar samstarfið og gerir það að verkum að betra er að koma til móts við fjölbreyttan nemendahóp. Farið verður yfir ýmsar hugmyndir um tilhögun teymiskennslu og hvað þarf að skoða í eigin fari í svo nánu samstarfi. Kynningar, umræður og æfingar. Námskeiðið er 2 klukkustundir í senn í tvö skipti.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/r4pQ7xBxn3zK6Bu5A
- Heimspekileg samræða í almennri bekkjarkennslu
Staðsetning og tími: Réttarholtsskóli, mánudagur 24. og þriðjudagur 25. febrúar kl. 14-17.
Kennari: Ólafur Páll Jónsson (opj@hi.is), prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði
Fyrir hverja: Grunnskólakennara.
Fjöldi: 40.
Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu verður megináhersla lögð á að kynna og þjálfa heimspekilegar aðferðir í kennslu. Kjarni þessara aðferða er samræða, eða rökræða öllu heldur, þ.e. samræða þar sem þátttakendur skiptast ekki einungis á skoðunum heldur skiptast á rökum og pælingum til að öðlast dýpri skilning á tilteknu viðfangsefni eða leiða fram ákveðnar niðurstöður. Slík rökræða getur tekið á sig ýmis form og verið misjafnlega opin. Til að opin rökræða geti átt sér stað er mikilvægt að byggja upp samræðusamfélag eða rannsóknarsamfélag, en megineinkenni þess er gagnkvæmt traust þar sem allir eru með og álitnir fullir þátttakendur. Því má segja að heimspekilegar aðferðir nálgist hugmyndina um skóla fyrir alla á mjög róttækan hátt.
Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/kaCtbQ43nigKBXYC6
MARS námskeið
Koma um miðjan febrúar