Öll börnin okkar
Ráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun, í samstarfi við ýmsa aðila og m.a. samráðshóp um símenntun grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu, hélt frestaða ráðstefnu frá árinu 2020 í ágúst 2021. Ráðstefnan bar yfirskriftina Öll börnin okkar: Hvernig komum við til móts við fjölbreyttan nemendahóp? Á síðustu stundu varð að breyta ráðstefnunni í rafrænt streymi sem fór fram í Norðingaskóla þar sem halda átti ráðstefnuna. Samið var við nokkra fyrirlesara, bæði aðalfyrirlesara og málstofuflytjendur, að fá að taka erindi þeirra upp og eru þau erindi birt hér neðar.
Ráðstefnan sett: Hulda Dögg Proppé, formaður Samtaka áhugafólks um skólaþróun
—
Aðalerindi:
Edda Óskarsdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ: Menntun fyrir alla: Hvert erum við komin?
—
Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við menntavísindasvið HÍ og Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við kennaradeild HA: Hvað er til marks um gæði í kennslu? Hvað gefur til kynna hvort kennari leitast við að koma til móts við þarfir allra nemenda sinna?
—
Donata H. Bukowska, kennsluráðgjafi og sérfræðingur í skólaþróunarteymi mennta- og menningarmálaráðuneytisins: Á vegamótum framtíðarinnar. Tækifæri sem leynast á ótroðnum slóðum. Er ný menntastefna baggi eða … ?
—
Málstofuerindi
Fjöldi erinda var ráðgerður í málstofum og sumir fyrirlesara samþykktu að halda þau í streymi og að þau væru tekin upp og birt. Það eru erindin hér neðar.
Jónína Rós Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Norðlingaskóla: Nemendur eru alls konar og þurfa því allskonar námstilboð.
—
Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu: Geðrækt, forvarnir og stuðningur við nemendur.
—
Dagný Hauksdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu í Brekkubæjarskóla: Kynning á stoðþjónustu í Brekkubæjarskóla.
—
Aneta Figlarska, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir: Stöðumat fyrir nýkomna nemendur af erlendum uppruna.
—
Frá fyrra hausti þegar ráðstefnunni var frestað en rafrænt aðalerindi flutt.
Til stóð að halda ráðstefnuna 2020 en hún frestaðist vegna kórónaveirufaraldurs. Þá var samt ákveðið að flytja aðalfyrirlesturinn en aðalfyrirlesari á ráðstefnunni átti að vera bandaríski prófessorinn Barbara Laster. Ákveðið var þó að fá Barböru til að flytja fyrirlesturinn rafrænt og var hann fluttur þann 24. ágúst 2020.Glærurnar úr fyrirlestri á pdf sniði hér neðar
- Glærur Barböru (pdf).