Samráðshópur um símenntun grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu stóð fyrir vinnustofu um fjölmenningu og grunnskólastarf.
Staðsetning: Sjálandsskóli, Garðabæ.
Tími: Mánudagur 21. nóvember 2016 kl. 15-17.
Markmið vinnustofunnar var að kalla saman fulltrúa ýmissa hagsmunaaðila sem tengjast grunnskólastarfi til að ræða fjölmenningu, nám og starfshættir í grunnskólum, sérstaklega þær áskoranir sem hnattvæðing og fólksflutningar færa íslensku grunnskólastarfi í byrjun 21. aldar. Fulltrúum í skólanefndum, fulltrúum foreldra, kennara og stjórnenda í grunnskólum og starfsfólks á skóla-/fræðsluskrifstofum var boðið á fundinn. Þessi gögn voru send út fyrir vinnustofuna:
- Útsendingarpóstur vinnustofunnar.
- Dreifibréf vinnustofunnar.
Á vinnustofuna mættu um 90 manns sem ræddu þessar spurningar:
- Hverjar eru áskoranir fjölmenningar fyrir grunnskólastarfið?
- Hvaða áhrif hefur fjölmenning á nám í grunnskólum (eða á að hafa)?
- Hvaða stuðning þurfa kennarar?
Hér koma helstu gögnin frá vinnustofunni:
- Inngangskynning á vinnustofunni.
- Niðurstöður vinnustofunnar.
Erindi á vinnustofunni (upptaka):
Anna Katarzyna Wozniczka, fulltrúi Félags kvenna af erlendum uppruna.
Ólafur Páll Jónsson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ.
Snorri Freyr Vigfússon, fulltrúi ungmennaráðs Reykjavíkur.