Fjölmenning

image_pdfimage_print

Skólaárið 2016-2017 hófst fræðsluáhersla um fjölmenning og nám í grunnskólum. Eftir því sem þeirri vinnu vindur fram mun efni hér í veftrénu bætast við.

Umrædd fræðsluáhersla byggir á samstarfi sveitarfélaganna innan SSH um fjölmenningu sem hefur þessar áherslur eða meginstef:

  • Að efla hæfni grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu til að sinna fjölbreyttum nemendahópi út frá sjónarmiðum fjölmenningar, þ.e. á forsendum fjölbreytni, tví-/fjöltyngi og menningarmun.
  • Að leita sem víðast samráðs og afla þekkingar úr alþjóðlegu og evrópsku skólakerfi sem geti nýst í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins á sviði fjölmenningarlegrar kennslu.
  • Að efla samstarf innan sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins við að dýpka fagvinnu á sviði fjölmenningar sem komi grunnskólastarfi og kennurum til góða.
  • Að auka sameiginlega fræðslu og leiðbeiningar til kennara um fjölmenningu í grunnskólastarfi.