Fagmennska er yfirheiti fyrir margvísleg viðfangsefni sem tengjast fagmennsku kennarastarfsins og vinnuvernd í skólastarfinu.
Fyrsta viðfangsefnið undir þessari síðu eru fræðslumyndbönd um fagmennsku og vinnuvernd. Þetta eru tíu fræðslumyndbönd um 10 mínútur hvert til að styðja við fagmennsku kennara og vinnuvernd í skólum. Myndböndin eru gerð af sálfræðingum hjá sálfræðistofunni Líf og sál í Reykjavík. Myndböndin eru samstarfsverkefni við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og verða aðgengileg í ákveðin tíma.