Fræðsla fyrir grunnskólakennara á skólaárið 2021-2022 er enn í mótun. Meginefni þess er að fræðsla verður að öllum líkindum rafræn að mestu. Áherslur og þemu fræðslunnar verða kynnt þegar nær dregur útgáfu efnis.
Fyrsta efni skólaársins er þó þegar komið, fyrirlestrar frá ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun, Öll börnin okkar. Fyrirlestrana er hægt að nálgast hér í veftrénu undir Kennslufræði > Öll börnin okkar 2021.
—
Þessi vefur hefur að geyma fræðslu fyrir grunnskólakennara í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem hófst vorið 2013. Fræðslunni er miðlað gegnum upptökur og dreifiefni sem getur nýst kennurum og skólastjórnendum til símenntunar og starfsþróunar.
Fræðslan á þessu vefsvæði er skipulögð í eftirfarandi þemum hér á vefsvæðinu þar sem nálgast má frekari upplýsingar um fyrri fræðslu:
- Kennslufræði fjölbreytninnar 2019-2020, 2020-2021.
- Fjölmenning og nám í grunnskóla 2016-2017, 2017-2018 og 2018-2019.
- Málefni bráðgerra og hæfileikaríkra nemenda skólaárin 2014-2015 og 2015-2016.
- Námsmat í list- og verkgreinum og íþróttakennslu vor 2014.
- Hæfniviðmið haust 2013.
- Leiðsagnarmat vor 2013.