Samráðshópur um símenntun grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu hélt vinnustofu um málefni bráðgerra nemenda.
Staðsetning: Sjálandsskóli, Garðabæ.
Tími: Föstudagur 28. nóvember 2014 kl. 14.15-16.
Markmið vinnustofunnar var að kalla saman fulltrúa ýmissa hagsmunaaðila sem tengjast grunnskólastarfi til að ræða málefni bráðgerra nemenda, sem í nýrri aðalnámskrá grunnskóla er nefndir bæði bráðgerir og hæfileikaríkir. Fulltrúum í skólanefndum, fulltrúum foreldra, kennara og stjórnenda í grunnskólum og starfsfólks á skóla-/fræðsluskrifstofum var boðið á fundinn.
Á vinnustofuna mættu um 60 manns sem ræddu þessar spurningar:
- Hverjir eru bráðgerir nemendur og hvaða þarfir hafa þeir?
- Hvað þarf að gera til að mæta þörfum bráðgerra nemenda í skólastarfinu varðandi nám og vellíðan og hverjir hafa það verkefni?
- Hverjar eru skyldur og ábyrgð sveitarfélaganna gagnvart þessum nemendum?
Hér koma helstu gögnin frá vinnustofunni:
- Bréf til þátttakenda vinnustofunnar.
- Inngangskynning á vinnustofunni.
- Niðurstöður vinnustofunnar.
Samstarfshópurinn sem skipulagði vinnustofuna hefur jafnframt unnið samantekt frá henni sem var send skóla-/fræðsluskrifstofum sveitarfélaganna innan SSH.
Hópurinn vill jafnframt benda hér á nokkrar vefslóðir sem tengjast umræddu málefni ef það mætti vera til að halda uppi frekari umræðu og samræðu um málefni „bráðgerra“ nemenda.
Greinar / viðtöl
- Hvað gera bráðger börn öðru vísi en önnur börn? (Viðtal við Kristen Baltzer, danska)
- Da Vinci línan – fyrir nemendur sem vilja læra (Krítin, Nanna K. Cristiansen)
Vefir:
- Gifted and talented (Breks viðmið)
- Talent í skolen (danskur fræðsluvefur)
- Supporting emotional need of the gifted (Fræðsluvefur SENG samtaka)
Kannanir / Rannsóknir:
Skýrslur:
- Bráðger börn í grunnskóla (Skýrsla starfshóps Reykjavíkurborgar).
- Effective provision for gifted and talented children in primary education (Bresk handbók).
- Identifying gifted and talented learners – getting started (Bresk handbók).
- Key messages for teaching able, gifted and talented pupils (Skýrsla).
Síðast skráð 16 .desember 2014. Uppfært eftir atvikum áfram.