Samráðshópur um símenntun grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu hélt fræðslufund um afburða árangur í PISA.
Staðsetning: Smáraskóli, Kópavogi.
Tími: Mánudagur 13. apríl 2015 kl. 14.15-16.
Almar Miðvík Halldórsson, sérfræðingur á Námsmatsstofnun, hélt fyrirlestur um greiningu sína á niðurstöðum PISA frá upphafi, einkum með tilliti til hlutfalls þeirra íslensku nemenda sem lenda í tveimur efstu þrepum.
Upptaka af fyrirlestri Almars
Fræðslufundinn sóttu um sextíu manns og að afloknu innleggi Almars, var hópnum skipt upp í fjóra flokka, íslenskukennara, stærðfræðikennara, náttúrfræðikennara og skólastjórnenda.
- Sjónarmið íslenskukennara.
- Sjónarmið stærðfræðikennara.
- Sjónarmið náttúrufræðikennara.
- Sjónarmið skólastjóra.