Vinnustofur

image_pdfimage_print

Vinnustofur fyrir list- og verkgreinakennara

Mánudaginn 24. mars verða þá haldnar þrjár vinnustofur í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins sem tengjast fræðslunni í Skriðu þann 10. febrúar, þ.e. námsmati í list- og verkgreinum og skólaíþróttum og munu standa frá kl. 14.30-16. Vinnustofurnar verða haldnar sem hér segir:

  • Íþróttakennarar: Rimaskóli (Reykjavík).
  • Listgreinakennarar: Smáraskóli (Kópavogi).
  • Verkgreinakennarar: Flataskóli (Garðabæ).

Markmið vinnustofanna er að víkka út umræðuna frá fræðslunni 10. febrúar og fá sjónarmið kennara/skóla inn í samræðuna við að þróa frekar möguleika til að starfa eftir þessum nýju áherslum um námsmat í grunnskólum.

Á vinnustofunum var unnið út frá nokkrum spurningum:

A. LEIÐSAGNARMAT:
1. Hvaða aðferðir og leiðir eru heppilegar í þinni verkgrein þegar kemur að því að útfæra leiðsagnarmat í daglegu skólastarfi? (Með leiðsagnarmati er átt við hvers kyns námsstuðning í formi leiðsagnar og hvatningar allan námstímann.)

B. LOKAMAT:
2. Námshæfni til lokamats:
Hvaða aðferðir og verkfæri eru heppilegar til að vinna með í ykkar verkgrein þegar kemur að því að útfæra námsmat á getu nemenda við lok námstímabils/skólaárs (námshæfni til lokamats)?

3. Lykilhæfni til lokamats:
Hvaða aðferðir og verkfæri eru heppilegar til að vinna með í ykkar verkgrein þegar kemur að því að útfæra námsmat sem mat almennri hæfni nemenda við lok námstímabils/skólaárs (lykilhæfni til lokamats)?

C. SKIPULAG NÁMS OG KENNSLU:
4. Hvað?
geta sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gert (ein sér eða saman) til að styðja við námsmat (og kennslu yfirleitt) í ykkar verkgrein í samræmi við nýja aðalnámskrá?
geta einstaka skólar gert til að styðja við námsmat (og kennslu yfirleitt) í ykkar verkgrein í samræmi við nýja aðalnámskrá?
getið þið (heimilisfræði-/smíða-/textíl)kennarar gert (ein sér eða saman) til að styðja við námsmat (og kennslu yfirleitt) í ykkar verkgrein í samræmi við nýja aðalnámskrá?

Samantekt úr umræðum vinnuhópanna: