Vinnustofur um hæfniviðmið og prófagerð

image_pdfimage_print

Vinnustofur 11. nóvember 2013
Grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu
Hæfniviðmið og prófagerð – vinnustofur

Vinnustofur fyrir stjórnendur/kennara í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins voru haldnar mánudaginn 11. nóvember kl. 14.30-16. Þær voru framhald fræðslu sem haldin var í Skriðu (HÍ) þann 14. október um hæfniviðmið og prófagerð (en til að koma í veg fyrir misskilning þá þurfa þeir sem sækja vinnustofur ekki að hafa farið á þá fræðslu). Eftir vinnustofurnar er ráðgert að kennarar og skólar geti hér neðar nálgast samantekt um þá samræðu sem varð á hverri vinnustofu fyrir frekari fagumræðu í hverjum skóla.

Markmið vinnustofanna er að víkka út umræðuna frá fræðslunni 14. október
og fá sjónarmið kennara/skóla inn í samræðuna við að þróa frekar möguleika til
að starfa eftir þessum nýju áherslum um hæfniviðmið í samhengi námsmats í grunnskólum
.

Athugið! Gögn frá vinnustofum, sem eru birt hér neðar, eru vinnugögn sem endurspegla samræður þátttakenda á þeim. Þessi gögn innihalda sjónarmið og vangaveltur þátttakendanna og því á ábyrgð hvers sem nýtir sér gögnin af taka afstöðu til notagildi þeirra sem útfærslu í anda nýrrar aðalnámskrá grunnskóla.

Vinnustofurnar voru sem hér segir:

Vinnustofa 1 – Réttmæti og áreiðanleiki:
Rætt verður um hvernig megi nota námsmat til að bæta nám og kennslu og unnið með tvær  meginspurningar varðandi gæði mælinga og prófa:
• Hvernig má tryggja sem mest réttmæti prófa?
• Hvernig má auka áreiðanleika prófa?
          Staður: Grunnskóli Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóli v. Nesveg, Seltjarnarnesi

Gögn frá vinnustofu 1:

 

Vinnustofa 2 – Lykilhæfniviðmið – gerð, verkfæri og leiðir í námsmati:
Kynnt gerð lykilhæfniviðmiða meðal kennara í Hafnarfirði og unnið í hópum (yngsta stig, miðstig og unglingastig) í að ræða hugmyndir til að vinna með lykilhæfni í daglegu skólastarfi og námsmati. Leitað verður eftir þátttöku hópsins í að leggja til tillögur að verkfærum og leiðum til að meta lykilhæfni nemenda alla grunnskólagönguna.
          Staður: Lækjarskóli (fyrirlestrarsalur), Sólvangsvegi 4, Hafnarfirði.

Gögn frá vinnustofu 2:

 

Vinnustofa 3 – Námsmat við lok grunnskóla í ljósi nýrrar aðalnámskrár:
Til umræðu verða spurningar eins og:
• Hvaða leiðir geta skólar farið til að tryggja nemendum tækifæri og tíma til að sýna fram á hámarkshæfni sína á hverju sviði?
• Hvernig á að skera úr um hvort nemandi fær A eða B með tilliti til hins óskýra orðalags matsviðmiðanna?
• Þarf nemandi að uppfylla öll matsviðmið í A-flokki til að fá A? Ef ekki, hvernig á að þá að finna út úr því?
          Staður: Laugalækjarskóli, Leirulæk 2, Reykjavík.

Gögn frá vinnustofu 3:

 

Vinnustofa 4 – Hvernig nýtum við hæfniviðmið námssviða:
Unnið með hæfniviðmið námssviða.
• Hvaða kröfur gera hæfniviðmiðin til kennara?
• Hvaða viðfangsefni  væru vel til þess fallin að aðstoða nemendur við að öðlast hæfnina?
• Hvernig væri best að meta hvort nemendur hefðu náð tökum á hæfninni?
Staður: Vatnsendaskóli, Funahvarfi 2, Kópavogi.

Gögn frá vinnustofu 4:

 

Vinnustofa 5 Tengsl námsmarkmiða og hæfniviðmiða (Hvernig mælum við fegurð rósarinnar?):
Rætt verður um tengsl fyrri námskrár og nýju námskrárinnar með „endurnýtingu“ í huga við vinnu skólanámskráa.  Þátttakendur vinna m.a. í litlum hópum við að rýna og lesa saman hluta úr eigin skólanámskrám (þrepamarkmið) og hæfniviðmið.  Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér hluta úr eigin skólanámskrá (tengt þeirra kennslu) sem þeir vinna með á vinnustofunni.
Staður: Sjálandsskóli, Löngulínu 8, Garðabæ.

Gögn frá vinnustofu 5:

 

Þriðji og síðasti hluti fræðslunnar í haust fer fram í hverjum grunnskóla höfuðborgarsvæðins dagana 18.-29. nóvember (á tíma sem hentar í hverjum skóla og að hans vali undir eigin stjórn í 1-2 klst. eftir atvikum). Þar er gert ráð fyrir að fram fari umræður (á kennarafundi eða í smærri hópum) um hæfniviðmið þar sem gögn frá fræðslunni og vinnustofum hér ofar kynntar nýttar til samræðunnar.

Markmið samræðunnar í hverjum skóla er að efla fagsamræðu innan hvers skóla um hæfniviðmið og námsmat með því að veita innsýn í þá fræðslu og umræðu sem hefur átt sér stað og finna leiðir til að nýta hana í daglegu skólastarfi innan hvers skóla.