Námshæfniviðmið og prófagerð

image_pdfimage_print

Fræðslufundur 14. október 2013
Háskóli Íslands – Skriða (Stakkahlíð) kl. 14.15-16
Hæfniviðmið og prófagerð

Markmið fræðslunnar er að styðja við skóla og kennara við að innleiða nýjar áherslur aðalnámskrár um námsmat með fræðslu um hæfniviðmið og prófagerð í því samhengi.

Hér neðar er hægt að hlusta á fyrirlestrana og nálgast glærukynningar.

Fræðslan greindist í tvo fyrirlestra:
a. Hitt og þetta um hæfniviðmið.  Guðrún Geirsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ.
b. Gæði prófa og mælinga. Amalía Björnsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ.

 

Hitt og þetta um hæfniviðmið
Guðrún Geirsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ.
Hæfniviðmið voru kynnt til sögunnar í nýlegum námskrám fyrir leik- grunn og framhaldsskóla. Í þessu erindi verður gerð grein fyrir innrás hæfniviðmiða í íslenskt menntakerfi og þeim hugmyndum sem að baki þeim liggja.  Fjallað um tengsl hæfniviðmiða, námsmats og viðfangsefna nemenda  og að lokum rætt um leiðir til að nýta hæfniviðmið í kennslu.

Hægt er að hlusta á fyrirlestur Guðrúnar hér neðar í fjórum hlutum:

I. hluti – Kynning eða inngangur að fyrirlestrinum (4 mín.)

 

 

II. hluti – Hæfniviðmið, tilurð þeirra, inntak og gildi (31 mín.)

 

 

III. hluti – Hæfniviðmið og aðalnámskrá grunnskóla (5 mín.)

 

 

IV. hluti – Hvernig á að gera hæfniviðmið og lok fyrirlestrar (15 mín.)

 

 

 

Gæði prófa og mælinga
Amalía Björnsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ.
Fjallað verður um áreiðanleika og réttmæti niðurstaðna prófa og mælinga. Ræddar verða leiðir til að bæta mælingar í skólastarfi og auka notagildi þeirra.

Hægt er að hlusta á fyrirlestur Amalíu hér neðar í þremur hlutum:

I. hluti – Kynning á mælingum og námsmati (9 mín.)

 

 

II. hluti – Gæði mælinga, réttmæti og tengsl við námsmat (23,5 mín.)

 

 

III. hluti – Áreiðanleiki og lok fyrirlestrar (9,5 mín.)