Vornámskeið 2020

image_pdfimage_print

Námskeið í boði vorið 2020

Eftirfarandi námskeið verða í boði vorið 2020 fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu. Frítt er á námskeiðin en það þarf að skrá sig á námskeiðin. Hvert námskeið er með eigin skráningu og er slóðin á skráninguna við viðkomandi námskeið hér hér neðar.

SSH námskeið vorið 2020 eru (og nánari lýsing á hverjum námskeiði þar fyrir neðan og slóð á skráningu á einstök námskeið).

FEBRÚAR námskeið

 1. Vendikennsla – Hvernig og af hverju: Mánudagur 3. febrúar kl. 14-16.
 2. Leiklist í kennslu – fjölbreyttar kennsluaðferðir: Þriðjudagur 4. febrúar kl. 15-17.
 3. Kami og Google lausnir í einstaklingsmiðuðu námi: Fimmtudagar 6. og 13. febrúar og 12. og 19. mars kl. 14-16.
 4. Skapandi stærðfræði: Laugardagar 8. og 15. febrúar kl. 9-13.
 5. Að stýra samræðu í skólastofunni: Mánudagur 10. febrúar kl. 14-16.
 6. Microsoft Small Basic forritun: Þriðjudagur 11. febrúar kl. 14.30-16.30.
 7. Teymiskennsla- skipulagning innan teymis: Miðvikudagar 12. og 26. febrúar kl. 14.30-16.30.
 8. Heimspekileg samræða í almennri bekkjarkennslu: Mánudagur 24. og þriðjudagur 25. febrúar kl. 14-17.

Nánari lýsing á einstaka námskeiðum og vefslóð á skráningu:

 1. Vendikennsla – Hvernig og af hverju

Staðsetning og tími: Álftanesskóli, mánudagur 3. febrúar kl. 14-16.

Kennari: Gauti Eiríksson, grunnskólakennari Álftanesskóla (gauti@alftanesskoli.is)

Fyrir hverja: Grunnskólakennara.

Fjöldi: 20.

Námskeiðslýsing: Vendikennsla er þegar nemendur horfa á innlögn/námsefni heima á myndbandaformi en nota svo tímann í tímum í verkefnavinnu í staðinn fyrir að gera þetta öfugt. Vendikennsla er kennsluaðferð sem hægt er að nota á öllum skólastigum en á ólíkan hátt.  Á þessu námskeiði förum við yfir hvernig við notum myndbönd í kennslu og hvernig við búum til kennslumyndbönd. Þátttakendur fá að prófa sig áfram í að búa til myndbönd og skoða mismunandi kennslumyndbönd.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/tCBZx9CCWA75rwXWA

 

 1. Leiklist í kennslu – fjölbreyttar kennsluaðferðir

Staðsetning og tími: Þriðjudagur 4. febrúar kl. 15-17.

Kennari: Aníta Ómarsdóttir, grunnskólakennari Hraunvallaskóla (anita@hraunvallaskoli.is)

Fyrir hverja: Umsjónar- og/eða faggreinakennarar.

Fjöldi: 40.

Námskeiðslýsing: Farið verður í helstu aðferðir leiklistar sem kennsluaðferðar (en ekki sem fagurfræðilegrar nálgunar). Unnið með að setja sig í spor annarra og að skapa aðstæður þar sem nemendur fá tækifæri til að skapa, túlka og tjá eigin hugmyndir og annarra á eigin forsendum. Unnið með kyrrmyndir, paravinnu, skrifað í hlutverk o.s.frv.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/FFFyXBSEQUc1K1k89

 

 1. Kami og Google lausnir í einstaklingsmiðuðu námi

Staðsetning og tími: Sæmundarskóli fimmtudagar 6. og 13. febrúar og 12. og 19. mars kl. 14-16.

Kennarar: Valgerður Ósk Steinbergsdóttir (vaos50@rvkskolar.is) og Sirrý Hrönn Haraldsdóttir (sihh50@rvkskolar.is), grunnskólakennarar Sæmundarskóla

Fyrir hverja: Grunnskólakennarar.

Fjöldi: 35.

Námskeiðslýsing:  Kami ásamt Google umhverfinu og þeim lausnum sem Google býður uppá gefa nemendum kost á að nálgast námið á ólíkan hátt. Farið yrði í það hvernig námsefni væri best undirbúið fyrir nemendur þ.e. lausnir fyrir kennara og hvernig nemendur geta nýtt sér, raddskipanir, read aloud, voice to text ásamt fleirum viðbótum.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/Gt5u9WaqXuDF5iTi8

 

 1. Skapandi stærðfræði

Staðsetning og tími: HÍ Stakkahlíð stofa K103, laugardagar 8. og 15. febrúar kl. 9-13.

Kennari: Ósk Dagsdóttir, Dalskóla (Osk.dagsdottir@rvkskolar.is)

Fyrir hverja: Bekkjarkennara og stærðfræðikennara á yngsta-, mið- og unglingastigi.

Fjöldi: 30.

Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu er fjallað og unnið með hugtakið sköpun, skapandi nám og skapandi stærðfræðinám. Fjallað er um hvernig má styðja nemendur til þess að vera skapandi í stærðfræði til dæmis með kveikjum, umræðum, lausnarleitarnámi, menningarlegri og rúmfræðilegri skoðun á skrauti, að vinna eins og „alvöru“ stærðfræðingar og fleira. Komið er með praktísk dæmi um hvernig vinna má á þennan hátt og tengt við námsefni grunnskólanna. Eins er fjallað um árangursríkar leiðir til þess að meta skapandi stærðfræðinám og ferlið sem það felur í sér. Námskeiðið er byggt upp sem fyrirlestrar, verkefnavinna og umræður.

Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir kennurum skapandi stærðfræði og styðja þá til þess að nýta sér leiðir til þess að efla sína nemendur til þess að vera skapandi, opnir og áræðnir í stærðfræðinámi. Eins er lögð áhersla á aðra grunnþætti menntunnar, umræður og hugtakaskilning.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/2eVtwpj6EDp8xKqe6

 

 1. Að stýra samræðu í skólastofunni

Staðsetning og tími: Öldutúnsskóli mánudagur 10. febrúar kl. 14-16.

Kennari: Skúli Pálsson, grunnskólakennari Öldutúnsskóla (skuli.palsson@oldutunsskoli.is)

Fyrir hverja: Grunnskólakennara.

Fjöldi: 20.

Námskeiðslýsing: Kynntar verða aðferðir í anda barnaheimspeki (P4C, Philosophy for Children) til að stýra samræðu í skólastofunni. Heimspeki lítur á börnin sem frjálsa gerendur í samtalinu og eflir með því sjálfstraust, gagnkvæma virðingu og gagnrýna hugsun. Í munnlegri tjáningu njóta sín nemendur sem eiga erfitt með lestur og ritun. Í þessu stutta námskeiði verður leitast við að miðla hagnýtum ráðum sem kennarar geta nýtt á bekkjarfundum og í lífsleikni. Leiðbeinandinn, Skúli Pálsson, hefur kennt heimspeki á öllum skólastigum og stýrt heimspekilegum samræðum í mismunandi hópum.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/Cq7BTsc4DMnRA5uL9

 

 1. Microsoft Small Basic forritun

Staðsetning og tími: Víðistaðaskóli, þriðjudagur 11. febrúar kl. 14.30-16.30.

Kennari: Stefán Helgi Stefánsson, grunnskólakennari Víðistaðaskóla (stefanhs.vssk@hfjskoli.is)

Fyrir hverja: Grunnskólakennara.

Fjöldi: 25.

Námskeiðslýsing: Skemmtilegt forritunarumhverfi fyrir ungt fólk og byrjendur. Hannað af Microsoft til þess að brúa bilið inn í heim hlutbundinnar forritunar.  Hentar vel í smiðjur eða sem valáfangi.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/Fa2kdr91Lp5gLgvDA

 

 1. Teymiskennsla- skipulagning innan teymis

Staðsetning og tími: Smáraskóli, miðvikudagar 12. og 26. febrúar kl. 14.30-16.30.

Kennari: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, kennsluráðgjafi, Kópavogsbæ (thorhildurhelga@kopavogur.is)

Fyrir hverja: Grunnskólakennara.

Fjöldi: 30.

Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu verður farið í hvernig samherjar í teymi geta komið á verkferlum og verklagi sem auðveldar samstarfið og gerir það að verkum að betra er að koma til móts við fjölbreyttan nemendahóp. Farið verður yfir ýmsar hugmyndir um tilhögun teymiskennslu og hvað þarf að skoða í eigin fari í svo nánu samstarfi. Kynningar, umræður og æfingar. Námskeiðið er 2 klukkustundir í senn í tvö skipti.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/r4pQ7xBxn3zK6Bu5A

 

 1. Heimspekileg samræða í almennri bekkjarkennslu

Staðsetning og tími: Réttarholtsskóli, mánudagur 24. og þriðjudagur 25. febrúar kl. 14-17.

Kennari: Ólafur Páll Jónsson (opj@hi.is), prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði

Fyrir hverja: Grunnskólakennara.

Fjöldi: 40.

Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu verður megináhersla lögð á að kynna og þjálfa heimspekilegar aðferðir í kennslu. Kjarni þessara aðferða er samræða, eða rökræða öllu heldur, þ.e. samræða þar sem þátttakendur skiptast ekki einungis á skoðunum heldur skiptast á rökum og pælingum til að öðlast dýpri skilning á tilteknu viðfangsefni eða leiða fram ákveðnar niðurstöður. Slík rökræða getur tekið á sig ýmis form og verið misjafnlega opin. Til að opin rökræða geti átt sér stað er mikilvægt að byggja upp samræðusamfélag eða rannsóknarsamfélag, en megineinkenni þess er gagnkvæmt traust þar sem allir eru með og álitnir fullir þátttakendur. Því má segja að heimspekilegar aðferðir nálgist hugmyndina um skóla fyrir alla á mjög róttækan hátt.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/kaCtbQ43nigKBXYC6

 

MARS námskeið

Koma um miðjan febrúar