Haustnámskeið 2019

image_pdfimage_print

Námskeið í boði haustið 2019

Eftirfarandi námskeið verða í boði haustið 2019 fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu. Frítt er á námskeiðin en það þarf að skrá sig á námskeiðin. Hvert námskeið er með eigin skráningu og er slóðin á skráninguna við viðkomandi námskeið hér hér neðar.

SSH námskeið haustið 2019 eru (og nánari lýsing á hverjum námskeiði þar fyrir neðan og slóð á skráningu á einstök námskeið).

  1. Máttur leikbrúðunnar, í sköpunarferlinu og að því loknu – 9., 16. og 23. sept.
  2. Leikritun með nemendum – 30. september og 7. og 14. október kl. 14-16.
  3. Núvitund með börnum – 12. október kl. 9-12.
  4. Notkun dagblaðatexta í kennslu – 31. október kl. 14-16.
  5. Leiðsagnarnám virkjar alla nemendur – 4. og 18. nóvember kl. 14-16.
  6. Kennsla til vaxtarhugarfars – 2. nóvember kl 9- 13.
  7. Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka – 11. nóvember kl. 14-16.
  8. Allir í heimakrók – 18. nóvember kl. 14-16
  9. Ritun til náms – 25. nóvember kl. 14-16.

 

Nánari lýsing á einstaka námskeiðum og vefslóð á skráningu:

1. Máttur leikbrúðunnar, í sköpunarferlinu og að því loknu – 9., 16. og 23. september

Staðsetning og tími:  Langholtsskóli í Reykjavík, mánudagana 9., 16. og 23. september kl. 15-16.30 .

Kennari: Ólöf Ágústína Stefánsdóttir (olofagustina@gmail.com), grunnskólakennari.

Fyrir hverja: Alla kennara en sérstaklega textílkennara og kennara á miðstigi á höfuðborgarsvæðinu.

Námskeiðslýsing:
Leikbrúður eru skapaðar með nálaþæfingu, og fatnaður saumaður ýmist í höndum eða í saumavél. Aðferðin er auðveld í framkvæmd og gefur möguleika á að skapa fjölbreyttar verur. Aðferðin hefur verið nýtt í kennslu með nemendum á ýmsum aldursstigum í textílmennt. Síðustu tvö árin hefur verkefnið verið þróað í samvinnu við bekkjarkennara í 5.bekk í tengslum við námsefnið Leif heppna. Leikbrúðurnar voru nýttar í stuttmyndir.  Verkefnið gefur tækifæri til margs konar tenginga, bæði hvað varðar fræðslu um hráefni tengt menntun til sjálfbærni og gefur mikla möguleika á skapandi vinnubrögðum. Nemendur hafa haldið dagbók í vinnuferlinu sem styrkir læsi, sköpun og getur verið samþætt við aðrar námsgreinar.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/fguEUsu4ioBscTzV8.

 

2. Leikritun með nemendum – 30. september og 7. og 14. október

Staðsetning og tími:  Húsaskóli í Reykjavík, mánudagana 30. september kl.14-16.30, 7. október kl.14-16.30 og 14. október kl. 14-17.

Kennari: Sigrún Björk Cortes (sigrun.cortes@gmail.com), grunnskólakennari.

Fyrir hverja: Námskeiðið hentar öllum kennurum sem leggja áherslu á ritun og/eða sjónlistir í kennslu á höfuðborgarsvæðinu.

Námskeiðslýsing:
Á námskeiðinu verður farið i gegnum hagnýtar aðferðir til að skrifa leikrit með hópi nemenda (allt að heilum bekk) með það að markmiði að vinnubrögðin verði markviss, uppbygging leikritsins skýr frá upphafi og allir nemendur hafi tækifæri til að láta rödd sína heyrast og vera með í að semja verkið.
Skoðaðar verða mismunandi leiðir til leikritunar út frá efni sem þegar er til (s.s. þjóðsögur, Leifur heppni), efni sem kemur frá hópnum og samið er frá grunni, og efni sem sækir innblástur í ákveðna atburði eða þekkingu (s.s. dægurlag, ljóð, tímabil).
Einnig verða skoðaðar aðrar leiðir sem einfalt er að nýta með smærri hópum nemenda til að setja upp stutta leikþætti, s.s. í gegnum búninga, leikmuni eða myndir, þar sem meira er stuðst við spuna en skrifaðan texta.
Lögð verður áhersla á að læra með því að gera (Learning by Doing) og því er gert ráð fyrir að skrifaðir verði og settir upp stuttir leikþættir á námskeiðinu, svo þátttakendur fái (smækkaða) mynd af því hver afraksturinn af vinnubrögðunum getur orðið.
Námskeiðið er 8 klukkustundir og  byggir á virkri samvinnu og þátttöku allra og því er mikilvægt að þátttakendur geri ráðstafanir til að geta verið allan námskeiðstímann hverju sinni.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/o2UeFFNZpEKuvTDQ8.

 

3. Núvitund með börnum – 12. október

Staðsetning og tími:  Lágafellsskóli í Mosfellsbæ, laugardaginn 12. október kl. 9-12.

Kennarar: Bryndís Ingimundardóttir, Jónína Loftsdóttir, Rósa Gunnlaugsdóttir og Rut G Magnúsdóttir.

Fyrir hverja: Alla grunnskólakennara höfuðborgarsvæðisins.

Námskeiðslýsing:
Kennsla í núvitund fyrir börn. Byrjum á kynningu fyrir kennarahópinn og skiptum svo hópnum í smærri hópa fyrir verklegar æfingar. Kenndar eru aðferðir til að miðla/kenna börnum núvitund. Kennarar fara í gegnum mismunandi æfingar sem henta börnum.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/YEFYQHaFcLiJQCcMA.

 

4. Notkun dagblaðatexta í kennslu – 31. október

Staðsetning og tími:  Breiðagerðisskóli í Reykjavík, fimmtudaginn 31. október kl. 14-16.

Kennari: Auður Huld Kristjánsdóttir (audur.huld.kristjánsdóttir@rvkskolar.is), grunnskólakennari.

Fyrir hverja: Alla grunnskólakennara höfuðborgarsvæðisins.

Námskeiðslýsing:
Á námskeiðinu verður farið yfir ýmis verkefni og hugmyndir um hvernig hægt er að nýta margskonar texta og textagerðir sem finna má í dagblöðum í kennslu. Á hverjum degi koma út ný dagblöð full af spennandi greinum, myndum, auglýsingum, tilkynningum og fleiru sem allt er sett fram á mismunandi hátt.  Mjög auðvelt er að nýta dagblöð í kennslu í mörgum námsgreinum eins og íslensku, samfélagsfræði, lífsleikni o.fl.  Hér verður þó aðaláherslan á íslensku; ritun, lestur, lesskilning, orðskilning, stafsetningu og lestrarkennslu svo eitthvað sé nefnt.

Verkefnin henta vel fjölbreyttum nemendahópi þar sem auðvelt er að vinna með og breyta verkefnum eftir getu hvers og eins. Verkefnin henta því öllum aldurhópum og getustigum.  Það er skemmtilegt að vinna verkefni sem fjalla um málefni líðandi stundar hvort sem áherslan er á málefnið eða einfaldlega að nota texta.  Einnig getur það haft jákvæð áhrif á nemendur að geta unnið með texta sem eru í nærumhverfi eða innan þeirra áhugasviðs.  Þó hér sé mikið rætt um texta í dagblöðum má heimfæra flest verkefni yfir á fréttasíður á netinu. Námskeiði er hugsað sem hugmyndabanki fyrir kennara að vinna með og nýta og útfæra hver fyrir sig beint í sína kennslu.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/vcugNneGZd3kHr1j9.

 

5. Kennsla til vaxtarhugarfars – 2. nóvember

Staðsetning og tími:  Sæmundarskóli í Reykjavík, laugardaginn 2. nóvember kl. 9-13.

Kennari: Hildur Lilja Guðmundsdóttir (hildurlgud@gmail.com), grunnskólakennari.

Fyrir hverja: Alla grunnskólakennara höfuðborgarsvæðisins.

Námskeiðslýsing:
Námskeiðið er byggt á kenningar Carol S. Dweck um vaxtarhugarfar (e. growth mindset) og festuhugarfar (e. fixed mindset) í tengslum við starfendarannsókn til meistaragráðu í kennslufræði og skólastarfi (Í kanínuholunni beið nýr raunveruleiki). Kynnt hvað felst í kenningum Carol S. Dweck, hvernig vaxtar- og festuhugarfar birtist í námi, tómstundum og daglegu lífi.  Farið verður í gegnum þau skref sem Hildur fór í gegnum til að vinna að því að auka anda vaxtarhugarfars innan kennslustofunnar, verkefni sem voru unnin og skref sem var mikilvægt að taka í ferlinu.
Efnið nýttist ekki einungis til þess að vinna með hugarfar nemenda heldur gaf kennara aukin verkfæri til að beita í kennslu og í samskiptum við nemendur og styrkti bæði sambandið og traustið milli kennara og nemenda. Þátttakendur fá sent í tölvupósti kennsluáætlanir og verkefni .

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/CezWBFuEtj2vnGfT8.

 

6. Leiðsagnarnám virkjar alla nemendur – 4. og 18. nóvember

Staðsetning og tími:  Hlíðaskóli í Reykjavík, mánudagana 4. og 18. nóvember kl. 14-16.

Kennari: Helga Snæbjörnsdóttir (helga.snaebjornsdottir@rvkskolar.is), grunnskólakennari.

Fyrir hverja: Alla grunnskólakennara höfuðborgarsvæðisins.

Námskeiðslýsing:
Hugmyndafræði leiðsagnarnáms byggir að stórum hluta á því að virkja alla nemendur. Á námskeiðinu verður hugmyndafræði Shirley Clarke umleiðsagnarnáms lauslega kynnt, en aðallega farið í hagnýtar leiðir við að virkja alla nemendur í gegnum aðferðir og með verkfærum leiðsagnarnáms. Aðferðir og verkfæri leiðsagnarnáms sem kynnt verða eru tússtöflur, nafnaspýtur og spjallfélagar ásamt uppbyggingu kennslustunda í anda leiðsagnarnáms.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/UzPWgHxrjpi8NJsz5.  

 

7. Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka – 11. nóvember

Staðsetning og tími:  Norðlingaskóli í Reykjavík, mánudaginn 11. nóvember kl. 14-16.

Kennari: Hlín Magnúsdóttir Njarðvík (hlnj50@rvkskolar.is), grunnskólakennari.

Fyrir hverja: Námskeið fyrir kennara á yngsta stigi (1.-4. bekk) á höfuðborgarsvæðinu.

Námskeiðslýsing:
Farið verður yfir fjölbreyttar og skemmtilegar kennsluaðferðir, lifandi námsgögn og skipulag kennslu sem hentar öllum nemendum – sjá kennslufræðisíðuna Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/mu3k5eD9xK868BjP6.

 

8. Allir í heimakrók – 18. nóvember

Staðsetning og tími: Vesturbæjarskóli í Reykjavík, mánudaginn 18. nóvember kl. 14-16.

Kennari: Lilja Margrét Möller (limo50@rvkskolar.is), grunnskólakennari.

Fyrir hverja: Alla grunnskólakennara höfuðborgarsvæðisins.

Námskeiðslýsing:
Heimakrókar geta verið í öllum kennslustofum; heimastofum jafnt sem sérgreinastofum. Hvað er heimakrókur og hvernig nýtist hann í skólastarfi?  Umræður um tilgang og fjölbreyttar leiðir til að vinna með og virkja nemendur í heimakrók.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/XXGNMVNRwe4tbRkm6.

 

9. Ritun til náms – 25. nóvember

Staðsetning og tími: Húsaskóli í Reykjavík, 25. nóvember 2019, kl. 14-16.

Kennari: Sigrún Björk Cortes (sigrun.cortes@gmail.com), grunnskólakennari.

Fyrir hverja: Námskeiðið hentar öllum áhugasömum kennurum, en þó einkum þeim sem kenna bóklegar greinar á miðstigi og unglingastigi á höfuðborgarsvæðinu.

Námskeiðslýsing:
Ritun eflir bæði gagnrýna hugsun og nám. Um þetta eru fræðimenn á einu máli og má færa ótal rök fyrir því að nýta þessa aðferð á markvissan hátt sem námsaðferð í mun meiri mæli en gert er nú hér á landi.
Þegar við skrifum erum við að setja hugsanir á blað og virða þær fyrir okkur; greina í sundur ólík atriði, sameina þekkingaratriði, skerpa athygli okkar og sýn á umfjöllunarefnið, tjá skoðanir okkar, nota tungumálið sem skapandi tjáningarmáta og þjálfa okkur í gagnrýnni hugsun og vinnubrögðum. En þetta kemur ekki af sjálfu sér, það þarf að kenna þetta eins og annað, þjálfa þarf vinnubrögð sem leiða til þess að eftir situr raunveruleg þekking á viðfangsefninu.
Á þessu tveggja klukkustunda námskeiði verða kynntar ákveðnar leiðir sem nýta má með nemendum í því skyni að nota ritun sem ákveðinn grunn í þekkingarleit í ólíkum aðstæðum eða fögum. Ekki verður fjallað fræðilega um aðferðina en bent á aðgengilegt efni fyrir þá sem vilja kynna sér fræðin á bak við hana betur.

Skráning á vefslóðinni: https://forms.gle/jxmQ4976Y6BXKuBR6.