Námsferðir til Skandinavíu 2017-2018

image_pdfimage_print

Skólaárið 2017-2018 er sérstakt fræðsluverkefni í gangi á höfuðborgarsvæðinu sem miðar að því að efla móttöku og kennslu innflytjenda í grunnskólum. Verkefnið er í samstarfi við Rannís og styrkt af Erasmus+ menntaverkefni Evrópusambandsins.

Haustið 2017 voru skipulagðar námsferðir til þriggja Skandinavíulanda, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, til að kynnast móttöku og kennslu innflytjenda, og þá aðallega flóttamanna. Til hvers lands fékkst styrkur til að senda 9 manna hóp sem dvaldi í viku í hverju landi og heimsótti skóla og stofnananir sem tengjast móttökunni. Ferðalangar voru kennarar í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, kennsluráðgjafar og starfsfólk úr stjórnsýslu grunnskólakerfisins. Nánari upplýsingar um hverja ferð má finna hér:

  • Danmörk; Kaupmannahöfn, Hørsholm og Hróarskeldu:
  • Noregur; Osló, Hamar og Bærum:
  • Svíþjóð; Malmö: Kynning, skýrsla.

Í framhaldi ferðanna eru þátttakendur að undirbúa fræðslufundi sem verða haldnir sem hér segir:

Mánudagur 12. febrúar kl. 14.30-16:
Kennarinn og fjölbreytti nemendahópurinn – KENNSLUFRÆÐI FJÖLMENNINGAR
Markhópur: Grunnskólakennarar, náms- og starfsráðgjafar, kennsluráðgjafar o.fl.
Áhersla: Fræðslan miðar að því að kynna kennurum og kennsluráðgjöfum ýmsar aðferðir og leiðir sem nýttar eru í kennslu og móttöku innflytjenda í daglegu skólastarfi grunnskóla í Skandinavíu.

Upptaka frá fundinum:

 

Föstudagur 2. mars kl. 13.30-15:
Ábyrgð á skólastarfi fyrir innflytjendur – STEFNUMÓTUN Í SKÓLASTARFI INNFLYTJENDA
Markhópur: Skólastjórnendur, starfsfólk skóla-/fræðsluskrifstofa og sveitarstjórnarfólk.
Áhersla: Fræðslan fjallar um mikilvægi skýrrar stefnu um móttöku og eftirfylgni við nemendur af erlendum uppruna/eiga annað móðurmál en íslensku. Fjallað verður um skipulag, stuðning og fræðslu til handa skólafólki með vísan í viðhorf, verklag og vinnubrögð sem hópurinn kynntist í Skandinavíuferðunum.

Upptaka frá fundinum:

 

Mánudagur 23. apríl kl. 14.30-16:
Stefna í námi barna af erlendum uppruna
Markhópur: Skólastjórnendur, grunnskólakennarar, náms- og kennsluráðgjafar o.fl.
Áhersla:Fræðsla sem snýr að því að skýra aðferðir og sjónarmið sem eru notuð til að meta námsstöðu innflytjenda og þau verkfæri sem eru notuð til þess í Skandinavíu til að útfæra stefnu í námi/skólagöngu barna af erlendum uppruna.

Upptaka frá fundinum:

Allir fræðslufundirnir verða haldnir í Bratta,  fyrirlestrarsal Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð í Reykjavík.