Námsferðir til Skandinavíu

Skólaárið 2017-2018 er sérstakt fræðsluverkefni í gangi á höfuðborgarsvæðinu sem miðar að því að efla móttöku og kennslu innflytjenda í grunnskólum. Verkefnið er í samstarfi við Rannís og styrkt af Erasmus+ menntaverkefni Evrópusambandsins.

Haustið 2017 voru skipulagðar námsferðir til þriggja Skandinavíulanda, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, til að kynnast móttöku og kennslu innflytjenda, og þá aðallega flóttamanna. Til hvers lands fékkst styrkur til að senda 9 manna hóp sem dvaldi í viku í hverju landi og heimsótti skóla og stofnananir sem tengjast móttökunni. Ferðalangar voru kennarar í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, kennsluráðgjafar og starfsfólk úr stjórnsýslu grunnskólakerfisins. Nánari upplýsingar um hverja ferð má finna hér:

  • Danmörk; Kaupmannahöfn, Hørsholm og Hróarskeldu:
  • Noregur; Osló, Hamar og Bærum:
  • Svíþjóð; Malmö: Kynning, skýrsla.

Í framhaldi ferðanna eru þátttakendur að undirbúa fræðslufundi sem verða á vorönn 2018. Fundirnir eru í undirbúningi og verða kynntir hér þegar nær dregur.