Fræðsluvefur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Skólaárið 2020-2021 verður símenntunaráhersla í samstarfi höfuðborgarsvæðisins á kennslufræði fjölbreytninnar. Áherslan miðar að því að kynna kennurum ýmsar aðferðir og leiðir sem hafa reynst vel til að auka fjölbreytni í kennsluháttum og dýpt í námi nemenda.
Fyrsta efni ársins 2020-2021 er fyrirlestur Barböru Laster frá 24. ágúst sem er aðgengileg núna í gegnum veftréð hér ofar undir Kennslufræði > síðan Fræðsla haustið 2020.
Sökum kórónaveirufaraldurs varð ekki úr hefðbundnu námskeiðahaldi og fræðslu á árinu 2020. Í vinnslu er gerð stafræns efnis sem verður miðlað á þessari vefsíðu. Það verður kynnt jafnóðum og það kemur inn á vefinn.
Þessi vefur hefur að geyma fræðslu fyrir grunnskólakennara í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem hófst vorið 2013. Fræðslunni er miðlað gegnum upptökur og dreifiefni sem getur nýst kennurum og skólastjórnendum til símenntunar og starfsþróunar.
Fræðslan á þessu vefsvæði er skipulögð í eftirfarandi þemum hér á vefsvæðinu þar sem nálgast má frekari upplýsingar um fyrri fræðslu:
- Kennslufræði fjölbreytninnar 2019-2020 og 2020-2021.
- Fjölmenning og nám í grunnskóla 2016-2017, 2017-2018 og 2018-2019.
- Málefni bráðgerra og hæfileikaríkra nemenda skólaárin 2014-2015 og 2015-2016.
- Námsmat í list- og verkgreinum og íþróttakennslu vor 2014.
- Hæfniviðmið haust 2013.
- Leiðsagnarmat vor 2013.