image_pdfimage_print

Fræðsluvefur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Skólaárið 2019-2020 verður símenntunaráhersla í samstarfi höfuðborgarsvæðisins á kennslufræði fjölbreytninnar. Áherslan miðar að því að kynna kennurum ýmsar aðferðir og leiðir sem hafa reynst vel til að auka fjölbreytni í kennsluháttum og dýpt í námi nemenda.

Á vorönn 2020 er boðið upp á níu námskeið fyrir kennara og er aðgangur ókeypis. Eftirfarandi námskeið verða í boði:

FEBRÚAR – námskeið

  1. Vendikennsla – Hvernig og af hverju: Mánudagur 3. febrúar kl. 14-16.
  2. Leiklist í kennslu – fjölbreyttar kennsluaðferðir: Þriðjudagur 4. febrúar kl. 15-17.
  3. Kami og Google lausnir í einstaklingsmiðuðu námi: Fimmtudagar 6. og 13. febrúar og 12. og 19. mars kl. 14-16.
  4. Skapandi stærðfræði: Laugardagar 8. og 15. febrúar kl. 9-13.
  5. Að stýra samræðu í skólastofunni: Mánudagur 10. febrúar kl. 14-16.
  6. Microsoft Small Basic forritun: Þriðjudagur 11. febrúar kl. 14.30-16.30.
  7. Teymiskennsla- skipulagning innan teymis: Miðvikudagar 12. og 26. febrúar kl. 14.30-16.30.
  8. Heimspekileg samræða í almennri bekkjarkennslu: Mánudagur 24. og þriðjudagur 25. febrúar kl. 14-17.

Nánari upplýsingar um einstök námskeið og vefslóð á skráningu þeirra er að finna hér í veftrénu undir Kennslufræði > Námskeið vor 2020.

Í mars 2020 verður einnig boðið upp á fjölda námskeiða og munu þau verða kynnt um miðjan febrúar 2020.

Þessi vefur  hefur að geyma fræðslu fyrir grunnskólakennara í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem hófst vorið 2013. Fræðslunni er miðlað gegnum upptökur og dreifiefni sem getur nýst kennurum og skólastjórnendum til símenntunar og starfsþróunar.

Fræðslan á þessu vefsvæði er skipulögð í eftirfarandi þemum hér á vefsvæðinu þar sem nálgast má frekari upplýsingar um fyrri fræðslu:

Uppfært 24 .september 2017