Vinnustofa 9. apríl 2016

image_pdfimage_print

vinnustofumynd_03Samráðshópur um símenntun grunnskólakennara á höfuðborgar­svæðinu boðaði til vinnustofu um málefni bráðgerra og hæfileikaríkra nemenda.

Staðsetning: Hlaðan, Gufunesbæ, Grafarvogur Reykjavík.
Tími: Laugardagur 9. apríl 2016.

Fyrirkomulag vinnustofunnar:

                       Kaffi veitt í upphafi dags.

Kl. 8.30       Opnun vinnustofunnar og  kynning á ABC kennslufræðinni, þ.e. þrískipt námsverkefni út frá sama kennsluefni óháð námsgreinum, og kynnt dönsk dæmi.

Kl. 9  Skipt í vinnuhópa (stærðfræði, íslenska, náttúrufræði og samfélagsgreinar). Búin til þrískipt (ABC kerfið) kennsluverkefni í  hópum.

Kl. 10  Morgunverður (kaffi og meðlæti).

Kl. 10.30  Kynning á kennsluverkefnunum sem urðu til í hópunum.

Kl. 11.15  Kaffihlé.

Kl. 11.30  Umræður um (nota)gildi þessarar kennslufræði í íslensku grunnskólastarfi.

Kl. 12  Framhald þessa verkefnis innan SHH, þ.e. um nálgun í námi sem hentar líka og mætir „jafnt“ bráðgerum/hæfileikaríkum nemendum og öðrum í kennslustofunni.

Kl. 12.30.  Vinnustofulok.

 MARKMIÐ: Markmiðið með vinnustofunni er að kynna grunnskólakennurum nýjar aðferðir í kennslu með þrískiptri framsetningu kennsluefnis og þjálfa sig í að útfæra það.

Gögn sem unnið er út frá á vinnustofunni má sjá á vinnustofum 6. og 7. nóvember 2015 hér í leiðarkerfinu.

Frá vinnustofunni sjálfri:

 vinnustofumynd_02