Námsmat í list- og verkgreinum

image_pdfimage_print

Fræðslufundur 10. febrúar 2014 Háskóli Íslands – Skriða (Stakkahlíð) kl. 14.15-16 Námsmat í list- og verkgreinum og íþróttakennslu

Markmið fræðslunnar er að styðja sérstaklega list- og verkgreinakennara
og íþróttakennara við að innleiða nýjar áherslur aðalnámskrár um námsmat með
fræðslu um aðferðir og leiðir í því samhengi
.

Fræðslan 10. febrúar greindist í:

1. Námsmat í list- og verkgreinum – ólíkar leiðir, sjónarmið og hugmyndir: Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík.

 

2. Innlegg um námsmat í listgreinum:  Ingimar Ólafsson Waage, listmálari og starfandi myndlistar- og heimspekikennari í Garðaskóla.

 

3. Kynning á námsmati í skólaíþróttum: Hermann Valsson, íþróttakennari í Norðlingaskóla.

 

Fræðslan var tekin upp og mun fljótlega verða aðgengileg öllum kennurum og skólum fljótlega. Þannig er þess vænst að fræðslan geti nýst kennurum og skólum eftirá til upprifjunar og til kynningar innan skóla fyrir þá sem ekki komust á fræðslufundinn.