Fræðsluvefur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

image_pdfimage_print

Þessi vefur  hefur að geyma fræðslu fyrir grunnskólakennara í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem hófst vorið 2013. Fræðslunni er miðlað gegnum upptökur og dreifiefni sem getur nýst kennurum til símenntunar og starfsþróunar.

Nýjasta efnið á þessum vef er um fjölmenningarlegt skólastarf (sjá hnappinn FJÖLMENNING í veftrénu) þar sem verið er að bæta inn nýja efni þessi misserin. Vorönn 2018 eru fræðslufundir í Bratta (sal í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ í Stakkahlíð) sem hér segir:

 • Mánudagur 12. febrúar kl. 14.30-16:
  Kennarinn og fjölbreytti nemendahópurinn – KENNSLUFRÆÐI FJÖLMENNINGAR
  Markhópur: Grunnskólakennarar, náms- og starfsráðgjafar, kennsluráðgjafar o.fl.
  Áhersla: Fræðslan miðar að því að kynna kennurum og kennsluráðgjöfum ýmsar aðferðir og leiðir sem nýttar eru í kennslu og móttöku innflytjenda í daglegu skólastarfi grunnskóla í Skandinavíu.
 • Föstudagur 2. mars kl. 13.30-15:
  Ábyrgð á skólastarfi fyrir innflytjendur – STEFNUMÓTUN Í SKÓLASTARFI INNFLYTJENDA
  Markhópur: Skólastjórnendur, starfsfólk skóla-/fræðsluskrifstofa og sveitarstjórnarfólk.
  Áhersla: Fræðslan fjallar um mikilvægi skýrrar stefnu um móttöku og eftirfylgni við nemendur af erlendum uppruna/eiga annað móðurmál en íslensku. Fjallað verður um skipulag, stuðning og fræðslu til handa skólafólki með vísan í viðhorf, verklag og vinnubrögð sem hópurinn kynntist í Skandinavíuferðunum.
 • Mánudagur 12. mars kl. 14.30-16:
  Móttaka nýrra nemenda – AÐFERÐIR VIÐ MAT Á NÁMSSTÖÐU
  Markhópur: Skólastjórnendur, grunnskólakennarar, náms- og kennsluráðgjafar o.fl.
  Áhersla: Fræðsla sem snýr að því að skýra aðferðir og sjónarmið sem eru notuð til að meta námsstöðu innflytjenda og þau verkfæri sem eru notuð til þess í Skandinavíu.

Fræðslan er tekin upp og má nálgast upptökur hér.

Fræðslan á þessu vefsvæði er skipulögð í eftirfarandi þemum hér á vefsvæðinu þar sem nálgast má frekari upplýsingar um fyrri fræðslu:

Uppfært 24 .september 2017

Skildu eftir svar