Fræðsluvefur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Þessi vefur  hefur að geyma fræðslu fyrir grunnskólakennara í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem hófst vorið 2013. Fræðslunni er miðlað gegnum upptökur og dreifiefni sem getur nýst kennurum til símenntunar og starfsþróunar.

Nýjasta viðfangsefnið er ráðstefna um fjölmenningarlegan grunnskóla sem verður haldin föstudaginn 10. mars 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ (Bratta og kennslustofum í Stakkahlíð) kl. 13-18. Aðalerindin á ráðstefnunni flytja Hanna Ragnarsdóttir, prófessor við HÍ og Björg Sigríður Hermannsdóttir, ráðgjafi hjá Forvörnum ehf. og sálfræðingur hjá National Health Service í London. Aðgangur ókeypis.

Skráning á ráðstefnuna fer fram á þessari síðu til 9. mars: http://menntavisindastofnun.hi.is/fjolmenningarlegur_grunnskoli

Föstudagur 10. mars 2017 kl. 13-18 í Bratta (Stakkahlíð, Menntavísindasvið HÍ)

13:00     Setning.
Ráðstefnustjóri: Gunnar J. Gunnarsson, prófessor við HÍ.
Kór Kársnesskóla syngur.

13:15     Aðalerindi I:
Hanna Ragnarsdóttir, prófessor við HÍ
Farsælt skólastarf með ungum innflytjendum á Norðurlöndunum

14:00    Aðalerindi II:
Björg Sigríður Hermannsdóttir (p.hd. ráðgjafarsálfræði), ráðgjafi hjá National
Health Service (UK)
Fjölbreytileiki í íslenskum skólum: Líðan kennara og annars starfsfólks

14:45     KAFFIHLÉ

15:00     Vinnustofur I: (Kennslustofur)
Vinnustofa 1: Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ – Viðhorf og samskipti
Vinnustofa 2: Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari/verkefnastjóri – Menningarmót
– fljúgandi teppi
Vinnustofa 3: Anna Katarzyna Wozniczka, doktorsnemi við HÍ – Samstarf við
fjölskyldur í fjölmenningarlegu skólastarfi
Vinnustofa 4: Guðlaug Snorradóttir, deildarstjóri og Donata Honkowicz-
Bukowska, grunnskólakennari – Fjölmenningarlegur
skólabragur; móttaka og aðlögun nemenda

Kl. 16.15 Vinnustofur II: (Kennslustofur)
Vinnustofa 5: Björg Sigríður Hermannsdóttir ráðgjafi hjá Forvörnum ehf. og sálfræðingur hjá National Health Service í London – Sjálfskönnun – Lífstíðarverkefni
Vinnustofa 6: Hafdís Guðjónsdóttir, prófessor við HÍ –
Menningarviðbragðssnjöll kennsla
Vinnustofa 7: Sigríður Ólafsdóttir, nýdoktor við HÍ – Íslenskukennsla –
móðurmálskennsla – virkt tvítyngi
Vinnustofa 8: Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir skólastjóri Fellaskóla –
Foreldrasamstarf í fjölbreyttum nemendahópi

17:15     Léttar veitingar

Ítarlegri útgáfu af dagskránni er að finna hér eða í veftrénu hér ofar: Fjölmenning > Fjölmenningarlegur grunnskóli.

 

 

Fræðslan á þessu vefsvæði er skipulögð í eftirfarandi þemum hér á vefsvæðinu þar sem nálgast má frekari upplýsingar um fyrri fræðslu: